Sími 570 0490

Fréttir og tilkynningar

Litlu jólin  - 17.12.2014

Í dag héldum við upp á litlu jólin. Sameiginleg söngstund var kl 9 og sungum við jólalög og tveir rauðir karlar komu í heimsókn og færðu börnunum mandarínur. Um hádegi var svo dansað í kringum jólatréð og komur þá jólasveinarnir aftur og gáfu börnunum jólagjarfir fá foreldrafélaginu.  Svo var boðið upp á jólamat og ísblóm í eftirrétt. Dagurinn í dag er svo sannarlega búin að vera skemmtilegur 

Aðventustund með foreldum  - 8.12.2014

Aðventustundir  með foreldum voru haldnar miðvikudaginn 3. desember og fimmtudaginn 4. desember. Foreldum var boðið að koma og mála piparkökur, svo var boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur. Viljum við þakka öllum kærlega fyrir komuna og vonum við að allir hafi notið þessarar stundar. 
 

Margt skemmtilegt hefur verið á dagskrá hjá okkur undanfarið - 17.11.2014

Mikið og margt hefur verið að gerast hérna í skólanum undanfarið. Fimmtudaginn 6. nóvember var sameiginleg söngstund  í tilefni að alþjóðavikum, hittumst við öll í borðstofu, sungin voru lög frá ýmsum löndum. 

Föstudaginn 7.nóvember var Gengið var gegn einelti og komu elstu bekkingar úr Kársnesskóla og heimsóttu börnin á Urðarhóli og Stubbaseli borðuðu þau saman ávexti og svo var farið út og sungin nokkur vinalög, Börnin á Skólatröð fóru í Hlíðargarð með börnunum úr Kópavogsskóla þar voru sungin vinalög.  Lagið um heimsálfurnar  

Verkfalli aflýst - 10.11.2014

Skrifað hef­ur verið und­ir kjara­samn­ing milli Starfs­manna­fé­lags Kópa­vogs­bæj­ar og bæj­ar­fé­lags­ins og verk­falli hef­ur því verið af­lýst.

Verk­falli Starfs­manna­fé­lags Kópa­vogs sem hófst kl. 06:00 í dag er hér með af­lýst, seg­ir í til­kynn­ingu frá stjórn Starfs­manna­fé­lags Kópa­vogs


Við munum því opna eins og venjulega kl 7:45 og öll börn geta komið í skólann á sínum vistunartíma. 


Samningafundur sendur yfir  - 9.11.2014

Þar sem samningarfundur stendur enn yfir er von á að samningar náist. Endilega fylgist  vel með heimasíðunni og póstinum ykkar kæru foreldrar. Vonandi verður samið í kvöld svo ekki komið til verkalls. 

Nú ættu allir foreldrar að vera búnir að fá póst um hvaða börn geti ekki komið í leikskólann á morgun mánudag ef til verkfalls kemur. 

Fréttasafn


Atburðir framundan

Bóndadagur 23.1.2015 - 24.1.2015

Föstudaginn 23. janúar verður þorrablót Urðarhóls. Boðið verður upp á grjónagraut og smakkað á þorramat

 

Skipulagsdagur 26.1.2015 - 27.1.2015

Mánudaginn 26. janúar verður skipulagsdagur í skólnum. Þennan dag munu kennarar fara á skyndihjálparnámskeið ásamt annarri endurmenntun. 

 

Dagur leikskólans 6.2.2015 - 8.2.2015

Föstudaginn 6. febrúar er Dagur leikskólans haldinn. Við munum gera okkur dagamun í tilefni dagsins. 

 

Fleiri atburðir