Sími    441 5000 - 840 2686 

Skuggar

Listaverk

Leikið með skugga

Leikur með ljós og liti

Leikið með skugga

Forsíðumynd 2

Forsíðumynd 1


Fréttir og tilkynningar

Sveitaferð á mánudaginn - 18.5.2016

Hin árlega sveitaferð okkar verður mánudaginn 23. maí. Þetta árið fara allir nema elsti árgangurinn að Grjóteyri í Kjós.

Lagt verður af stað frá Urðarhóli/Skólatröð kl 09.15
Við höfum Grjóteyri fyrir okkur frá kl 10.00 og megum í raun vera þar, þar til kl 14.00.
Stefnt er að því að borða grillaðar pylsur kl. 11:30.

Rúturnar leggja af stað frá Grjóteyri kl 12:30.

Starfsfólk mætir aftur á Urðarhól um leið og rútur mæta tilbaka og því er ekki hægt að skila börnum af sér fyrr en rúturnar koma tilbaka.
Sumum gæti hentað að mæta á einkabíl en öðrum í rútu. Hafa ber þó í huga að það gildir að ferðin heim er eins og þú komst. 
Vinsamlegast skráið ykkur í ferðina sem fyrst. 

Greiða þarf 1000 krónur rútufargjald fyrir hvern fullorðinn.

Tekið verður á móti peningum í rútunum en einnig er hægt að millifæra inn á reikning foreldrafélagsins. Póstur hefur verið sendur á foreldra til að skrá sig. 

Skógarhóll byrjar fimmtudaginn 19. maí - 17.5.2016

Elsti árgangurinn á Sjávarhól, Skýjahól og Stubbaseli sameinast á Skógarhóli í sumar og flytjast þau yfir í salinn á fimmtudaginn. Inngangur er austan við skólann og starfsfólk Skógarhóls í sumar verða: Eva Dögg, deildarstjóri, Sverrir leikskólakennari, Anna Margrét þroskaþjálfi og Herdís kennaranemi ásamt aðstoðarfólki.
Símanúmer Skógarhóls er 441-5005

Útskriftir - 17.5.2016

Í morgun var útskrift hjá Stubbaseli og á morgun, miðvikudag verður útskrift hjá Sjávarhól og Skýjahóli, byrjar athöfnin kl. 8.15. Fimmtudaginn 26. maí er að lokum útskrift hjá elstu börnunum á Skólastöð á sama tíma.

Starfsmannamál - 13.5.2016

Eva Dögg er komin til baka úr námsleyfi og verður hún deildarstjóri Skógarhóls í sumar.
Skólafólkið okkar er einnig að koma inn í sumarafleysingar á næstu dögum.

Blær er kominn - 14.4.2016

Miðvikudaginn 13. apríl kom Blær bangsi loksins til okkar. Börnin voru búin að fá bréf frá honum þar sem hann spurði þau hvort hann mætti koma til þeirra. Hann sendi svo annað bréf þar sem hann sagði frá ferðalagi sínu frá Ástralíu og áætluðum komudegi. Hann var svo heppinn að hitta hana Kristínu flugstjóra sem er foreldri hjá okkur á flugvellinum. 

Þar var hann að spyrja til vegar og bauðst hún til að fylgja honum til okkar, takk fyrir það Kristín. Því miður var hann svo óheppinn að týna töskunni sinni svo börnin hjálpuðu honum að finna töskuna sem var full af litlum hjálparböngsum sem hann gaf hverju og einu barni í þakklætisskyni. 
Blær og litlu hjálparbangsarnir eiga heima í leikskólanum og börnin geta leitað til þeirra þegar þeim líður illa. 
Hér má lesa um verkefnið. http://www.barnaheill.is/vinatta/

Fréttasafn


Atburðir framundan

Aðlögun yngri barna á eldri deildar byrjar 24.5.2016

Í dag byrjum við að aðlaga börnin af yngri deildum yfir á eldri deildar.

 

Útskrift elstu barnanna í Skólatröð 26.5.2016

Í dag kl. 8.15 er útskrift hjá elstu börnunum í Skólatröð.

 

Skipulagsdagur 31.5.2016

Þriðjudaginn 31. maí er síðasti skipulagsdagurinn á þessu skólaári og er leikskólinn lokaður þennan dag. Starfsfólk vinnur að endurmati og skipulagi.

 

Móttaka nýnema 1.6.2016

Í dag tökum við inn fyrsta hópinn til okkar í aðlögun og bjóðum nýnemum velkomin til okkar í Urðarhól.

 

Sjómannadagurinn 5.6.2016

 

Fleiri atburðir