Sími 570 0490

Fréttir og tilkynningar

Heimsókn frá Kársnesskóla - 23.10.2014

Í morgun fimmtudaginn 23. október fengum við góða heimsókn frá Kársnesskóla. Börnin sem fóru frá okkur í sumar og eru nú í fyrsta bekk í Kársnesskóla komu í heimsókn. Tókum við á móti þeim inn í borðstofu og buðum við þeim upp á ávexti og sungum nokkur lög. Að því búnu fóru þau og léku sér inn á gömlu deildunum sínum. Mikið var gaman að fá þau í heimsókn og þökkum við þeim kærlega fyrir.  

Skemmtileg heimsókn - 19.9.2014

Föstudaginn 12.september fengum við skemmtilega heimsókn.Til okkar kom þekktur bandarískur rithöfundur og sögukona að nafni Margaret Read MacDonald hefur hún  ferðast til fjölda landa til að segja sögur og safnað þjóðsögnum. Hún sagði okkur margar skemmtilegar sögur sem heilluðu börnin og allir skemmtu sér mjög vel. Sama dag fór í líka í Kársnesskóla og sagði sögur.

Skipulagsdagar veturinn 2014-2015 - 17.9.2014

Skipulagsdagar vetrarins eru eftirfarandi:

Föstudagurinn 10.október

Mánudagurinn 26. janúar

Föstudagurinn 13. mars foreldraviðtöl

Föstudagurinn 15. maí

Þessa daga er skólinn lokaður og kennarar vinna að undirbúningi fyrir starf skólans og endurmenntun. 

Kársnesormurinn fluttur á Bókasafn Kópavogs - 11.7.2014

Börnin í Heilsuleikskólanum Urðarhóli gáfu Bókasafni Kópavogs  Kársnesorminn sem þau gerðu í vetur.

Allir öruggir heim - 10.7.2014

Slysavarnafélagið Landsbjörg kom í dag og færði okkur endurskinvesti. Gjöfin er hlutiáf verkefninu "Allir öruggir heim" sem Landsbjörg stendur fyrir í samvinnu við Neyðarlínuna ofl. Við þökkum innilega fyrir þessa góðu gjöf sem mun nýtast okkur í vettvangsferðum.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Gengið gegn einelti 7.11.2014 - 8.11.2014

Föstudaginn 7. nóv verður gengið gegn einelti í Kópavogi. Elstu nemendur Kársnesskóla koma í heimsókn og færa börnunum vinabönd.  Förum við svo út í garð og myndum vinakeðju og syngjum vinalög. 

 

Dagur íslenskrar tungu 16.11.2014 - 17.11.2014

Dagur íslenskrar tungu er 16. nóvember og ætlum við að halda upp á hann í vikunni á eftir en þá koma börn úr Kársnesskóla til okkur og lesa fyrir börnin. 

 

Fleiri atburðir