Sími 570 0490

Fréttir og tilkynningar

Margt skemmtilegt hefur verið á dagskrá hjá okkur undanfarið - 17.11.2014

Mikið og margt hefur verið að gerast hérna í skólanum undanfarið. Fimmtudaginn 6. nóvember var sameiginleg söngstund  í tilefni að alþjóðavikum, hittumst við öll í borðstofu, sungin voru lög frá ýmsum löndum. 

Föstudaginn 7.nóvember var Gengið var gegn einelti og komu elstu bekkingar úr Kársnesskóla og heimsóttu börnin á Urðarhóli og Stubbaseli borðuðu þau saman ávexti og svo var farið út og sungin nokkur vinalög, Börnin á Skólatröð fóru í Hlíðargarð með börnunum úr Kópavogsskóla þar voru sungin vinalög.  Lagið um heimsálfurnar  

Verkfalli aflýst - 10.11.2014

Skrifað hef­ur verið und­ir kjara­samn­ing milli Starfs­manna­fé­lags Kópa­vogs­bæj­ar og bæj­ar­fé­lags­ins og verk­falli hef­ur því verið af­lýst.

Verk­falli Starfs­manna­fé­lags Kópa­vogs sem hófst kl. 06:00 í dag er hér með af­lýst, seg­ir í til­kynn­ingu frá stjórn Starfs­manna­fé­lags Kópa­vogs


Við munum því opna eins og venjulega kl 7:45 og öll börn geta komið í skólann á sínum vistunartíma. 


Samningafundur sendur yfir  - 9.11.2014

Þar sem samningarfundur stendur enn yfir er von á að samningar náist. Endilega fylgist  vel með heimasíðunni og póstinum ykkar kæru foreldrar. Vonandi verður samið í kvöld svo ekki komið til verkalls. 

Nú ættu allir foreldrar að vera búnir að fá póst um hvaða börn geti ekki komið í leikskólann á morgun mánudag ef til verkfalls kemur. 

Yfirvofandi verkfall  - 7.11.2014

Okkur finnst leitt að samningar á milli Kópavogs og Starfsmannafélag Kópavogs séu í hnút. Enn ber mikið á milli og stefnir í að verkfallsvopnið verði nýtt til að knýa á samninga. Þar sem um 50 % af starfsfólki er í Starfsmannafélagi Kópavogs kemur til skerðingar á vistunartíma barnsins.

 Opnunartími:

Heilsuleikskólinn Urðarhóll mun verða opinn frá kl 9:00 - 14:00 fjóra daga vikunnar fyrir hvert barn. Deildarstjórar eru nú að vinna að þeirri skiptingu hvaða börn verða heima einn dag í viku og verður sent í tölvupósti á sunnudagskvöld. Foreldrar hafa ekkert val um þann dag.

Ef upp koma veikindi, fjarvera vegna endurmenntunar eða kennarar þurfa að vera með sín börn heima vegna verkfalls getur þurft að skerða opnunartíma enn frekar. Verður það tilkynnt daglega.

 Nesti:

Öll börn þurfa að koma með nesti. Þar sem við erum með barn með bráðaofnæmi fyrir hnetum þarf að tryggja það að nestið innihaldi ekkihnetur.

Við mælumst til að börnin komi með samloku, mjólk í fernu og ávöxt. Ekki verður hægt að fá vatn í glas þar sem við göngum ekki í eldhússtörfin.

 Upplýsingar á heimasíðu og í tölvupósti:

Upplýsingar verða settar samhliða á heimasíðu og sendar út í tölvupósti.

 Netfangalisti:

Ef fólk er ekki að fá þennan tölvupóst sendið mér þá línu svo ég geti uppfært netfangalistann. 

 

Að lokum langar mig til þess að óska eftir að fólk hafi samband við mig ef einhverjar spurningar eru svo allir fái sömu upplýsingar sigrunhj@kopavogur.is og  GSM 840 2686 .

 

Eins að hlífa okkar fólki við reiði vegna þessa og beini því til okkar yfirmanna þ.e.

Fræðslustjóri:  annabs@kopavogur.is

Leikskólafulltrúi:  sigurlaugb@kopavogur.is

Leikskólanefnd:  leikskolanefnd@kopavogur.is

Starfsmannastjóri:  steini@kopavogur.is

Bæjarstjóri: armann@kopavogur.is

 

Enginn útivera - 4.11.2014

Fréttasafn


Atburðir framundan

Aðventstund á Skólatröð  3.12.2014 - 4.12.2014

Miðvikudaginn 3. desember kl 14:30 ætla börnin á Skólatöð að bjóða foreldum sínum í aðventustund. Piparkökur verða streyttar, að því búnu verður boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur.

 

Aðventustund á Urðarhóli og Stubbaseli  4.12.2014 - 5.12.2014

Fimmtudaginn 4. desember kl 14:30 ætla börnin á Urðarhóli og Stubbaseli að bjóða foreldrum sínum í aðventustund. Piparkökur verða streyttar, að því búnu verður boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur.

 

Kirkjuferð 9.12.2014 - 10.12.2014

Þriðjudaginn 9. desember kl 10:00  verður farið í heimsókn í Kópavogskirkju. Sungin verða jólalög og hlustað á jólasögu. 

 

Jólaskemmtun Urðarhóls  17.12.2014 - 18.12.2014

Miðvikudaginn 17. des verður jólaskemmtun Urðarhóls, sameiginleg söngstund verður kl 9:15 þá fáum við skemmtilega heimsókn, dansað verður í kringum jólatréið og borðaður verður jólamatur í hádeginu. 

 

Fleiri atburðir