Sími 570 0490

Fréttir og tilkynningar

Skemmtileg heimsókn - 19.9.2014

Föstudaginn 12.september fengum við skemmtilega heimsókn.Til okkar kom þekktur bandarískur rithöfundur og sögukona að nafni Margaret Read MacDonald hefur hún  ferðast til fjölda landa til að segja sögur og safnað þjóðsögnum. Hún sagði okkur margar skemmtilegar sögur sem heilluðu börnin og allir skemmtu sér mjög vel. Sama dag fór í líka í Kársnesskóla og sagði sögur.

Skipulagsdagar veturinn 2014-2015 - 17.9.2014

Skipulagsdagar vetrarins eru eftirfarandi:

Föstudagurinn 10.október

Mánudagurinn 26. janúar

Föstudagurinn 13. mars foreldraviðtöl

Föstudagurinn 15. maí

Þessa daga er skólinn lokaður og kennarar vinna að undirbúningi fyrir starf skólans og endurmenntun. 

Kársnesormurinn fluttur á Bókasafn Kópavogs - 11.7.2014

Börnin í Heilsuleikskólanum Urðarhóli gáfu Bókasafni Kópavogs  Kársnesorminn sem þau gerðu í vetur.

Allir öruggir heim - 10.7.2014

Slysavarnafélagið Landsbjörg kom í dag og færði okkur endurskinvesti. Gjöfin er hlutiáf verkefninu "Allir öruggir heim" sem Landsbjörg stendur fyrir í samvinnu við Neyðarlínuna ofl. Við þökkum innilega fyrir þessa góðu gjöf sem mun nýtast okkur í vettvangsferðum.

Hlupu í minningu leikskólastjóra - 30.6.2014


Heilsuleikskólinn Urðarhóll hélt árlegt Urðarhólshlaup á Rútstúni í vikunni.  Hlaupið er haldið í minningu Unnar Stefánsdóttur sem er höfundur Heilsustefnunnar og fyrrum leikskólastjóri leikskólans. Unnur sem var mikill hlaupari lést árið 2011. Það ár var fyrsta Urðarhólshlaupið haldið.

Markmið Heilsuleikskólans Urðarhóls er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og sköpun. 

Hlaupið fór fram miðvikudaginn 25. júní. Í ár var í fyrsta skipti hlaupið í fimm hópum, börn fædd 2008, 2009, 2010, 2011 og svo kennarar. Mikil gleði og eftirvænting var hjá öllum hópum og kláruðu allir hlaupið með glæsibrag.  Í lokin var brekkusöngur þar sem Unnar Stefánsdóttur var minnst og lagið Öxar við ánna var sungið.

"Við í Urðarhóli viljum hvetja alla til að huga að heilsunni . Hvetjum foreldra til að hreyfa sig með börnum sínum, það eflir tilfinningartengsl  fjölskyldunnar og er grunnur að góðri geðheilsu," segir Sigrún Hulda Jónsdóttir leikskólastjóri.

Sjá fleiri myndir

Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.