Sími    441 5000 - 840 2686 

Skuggar

Listaverk

Leikið með skugga

Leikur með ljós og liti

Leikið með skugga

Forsíðumynd 2

Forsíðumynd 1


Fréttir og tilkynningar

Blær er kominn - 14.4.2016

Miðvikudaginn 13. apríl kom Blær bangsi loksins til okkar. Börnin voru búin að fá bréf frá honum þar sem hann spurði þau hvort hann mætti koma til þeirra. Hann sendi svo annað bréf þar sem hann sagði frá ferðalagi sínu frá Ástralíu og áætluðum komudegi. Hann var svo heppinn að hitta hana Kristínu flugstjóra sem er foreldri hjá okkur á flugvellinum. 

Þar var hann að spyrja til vegar og bauðst hún til að fylgja honum til okkar, takk fyrir það Kristín. Því miður var hann svo óheppinn að týna töskunni sinni svo börnin hjálpuðu honum að finna töskuna sem var full af litlum hjálparböngsum sem hann gaf hverju og einu barni í þakklætisskyni. 
Blær og litlu hjálparbangsarnir eiga heima í leikskólanum og börnin geta leitað til þeirra þegar þeim líður illa. 
Hér má lesa um verkefnið. http://www.barnaheill.is/vinatta/

Línudans - verkefni elstu barnanna á Sjávarhóli - 11.4.2016

Að teikna "línu" eftir tónlist og að túlka hana gegnum dans og hreyfingu er einföld og skemmtileg hugmynd sem kennarar á Sjávarhól fengu frá ítalska dansskólanum, Segni Mossi. Þau notuðu mjög mismunandi tónlist í hvert skipti og það hafði mikið að segja fyrir hreyfingu barnanna eins og sjá má á myndskeiðinu.

Hér fyrir neðan má finna myndskeið frá vinnu elstu barnanna á Sjávrhóli.

Sjálfbærni verkefnið - 6.4.2016

Hér má finna skýrslu okkar eftir sjálfbærni verkefnið sem við unnum sl. vor

Vorhugur hjá börnunum - 1.4.2016

Það er engu líkara en að vorið sé komið. Það má greina á leik barnanna í garðinum.

Boð á hestasýningu hjá Spretti - 1.4.2016

Hestamannafélagið Sprettur bauð eldri árgöngum skólans á hestasýningu til sín í reiðhöllina mánudaginn 21.mars sl. og þökkum við kærlega fyrir gott boð.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Hjólað í vinnuna 4.5.2016

Í dag byrjar átakið Hjólað í vinnuna og hvetjum við starfsfólk okkar til að taka þátt í átakini ásamt því að hvetja foreldra til að hjóla með börnin í leikskólann. Átakið stendur frá 4 - 24 maí

 

Uppstigningardagur 5.5.2016

Í dag er Uppstigningardagur og er leikskólinn því lokaður.

 

Vorsýning 11.5.2016

Í dag verður vorsýningin okkar og erum við með opið hús frá kl. 8.00 til 9.30

 

Útskriftarferð elstu barnanna 12.5.2016

Í dag er áætluð útskriftarferð hjá elstu börnunum okkar og er farið í dagsferð í Viðey.

 

Hvítasunnudagur 15.5.2016

 

Fleiri atburðir