Sími    441 5000 - 840 2686 

Skuggar

Listaverk

Leikið með skugga

Leikur með ljós og liti

Leikið með skugga

Forsíðumynd 2

Forsíðumynd 1


Fréttir og tilkynningar

Dagskráin í desember  - 27.11.2017

Dagskrá skólans í desember kemur hér að neðan. 
6. desember 14:30 foreldrum boðið í piparkökumálun og heitt súkkulaði 
13. desember fá börnin í skólanum skemmtileg heimsókn ?? 
14. desember förum við í heimsókn í Kópavogskirkju 
15. desember er jólaskemmtun Urðarhóls, sameiginleg söngstund, jólasveinninn kemur í heimsókn, dansað í kringum jólatréð og borðaður hátíðarmatur.


Skipulagsdagur 6. október - 3.10.2017

Föstudaginn 6. október verður skipulagsdagur í skólanum. Dagurinn verður nýttur til að undirbúa starf skólans og endurmenntun fyrir kennara. Þennan dag er leikskólinn lokaður.

Reykjavíkur maraþon laugardaginn 19. ágúst n.k.   - 17.8.2017

Urðarhóll hlaupahópur ætlar að safna áheitum fyrir Ljósið endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda. Elín María Ingólfsdóttir sérkennslustjórinn okkar greindist með brjóstakrabbamein seint á síðasta ári langar okkur að leggja Ljósinu endurhæfingu lið til að styrkja það góða starf sem þar er unnið.

 

Fyrir þá sem vilja hvetja okkur áfram er hópurinn með áheitasíðu.


Margt smátt gerir eitt stórt.... 

Skipulagsdagar veturinn 2017-2018 - 8.8.2017

Skipulagsdagar veturinn 2017-2018 verða eftirfarandi:

Mánudaginn 21. ágúst

Föstudagurinn 6. október

Þriðjudagurinn 2. janúar

Þriðjudagurinn 13. mars

Þriðjudaginn 22. maí

Þessa daga er leikskólinn lokaður.

Urðarhólshlaup - 3.7.2017

Þriðjudaginn 27. júní hvar Urðarhólshlaupið haldið í sjötta sinn. Urðarhólshlaupið tileinkum við Unni Stefánsdóttur fyrrverandi leikskólastjóra og frumkvöðli Heilsustefnunnar. Börnin og kennarar skemmtu sér konunglega. Eftir hlaupið bauð foreldrafélagið upp á leiksýningu en félagar úr Sirkus Íslands komum og skemmtu börnunum.

 

Fréttasafn


Atburðir framundan

Ferð í Kópavogskirkju  14.12.2017 - 15.12.2017

Fimmtudaginn 14. desember förum við í heimsókn í Kópavogskirkju, ætlum við að hlusta á fallega jólasögu og syngja nokkur jólalög. Heimsókn í kirkjuna er menningarleg þar sem jólahald í íslensku samfélagi byggir á hennar sögu einnig fáum við tækifæri til að skoða helsta kennileiti Kópavogsbæjar sem Kópavogskirkja er. 

 

Jólaskemmtun  15.12.2017 - 16.12.2017

Föstudaginn 15. desember verður jólaskemmtun Urðarhóls, byrjum við daginn á að hafa sameiginlega jólasöngstund sem endar á skemmtilegri heimsókn börnin fá jólapakka frá foreldrafélaginu. Svo verður dansað í kringum jólatréð og borðaður hátíðarmatur. 

 

Skipulagsdagur  2.1.2018 - 3.1.2018

Þriðjudaginn 2. janúar verður skipulagsdagur í skólanum, þennan dag er skólinn lokaður. 

 

Fleiri atburðir