Sími 570 0490

Fréttir og tilkynningar

Þorrablót - 28.1.2015

Föstudaginn 23. janúar á bóndadaginn var haldið þorrablót. Boðið var upp á grjónagraut og þorramat. Margir komu í lopapeysum og stjórnendur klæddu sig upp í þjóðbúning, til minningar um Unni Stefánsdóttur fyrrum leikskólastjóra sem ávallt var í þjóðbúning á þessum degi.

Fyrirlestur fimmtudagin 22. janúar - 19.1.2015

Heimsins besta mamma og heimsins besti pabbi

 Mömmur og pabbar leggja allt sitt á vogaskálarnar að framtíð barna þeirra verði sem farsælust. Við foreldrar viljum börnunum okkar það besta, reynum að uppfylla þarfir þeirra og óskir. Lífið er ekki alltaf beinn og breiður vegur heldur eru oft hindranir í vegi okkar. Þá er mikilvægt að staldra við og vita hvert við stefnum og finna leiðina að settu marki.

Fimmtudagskvöldið 22. janúar kl 20  fáum við Hermann Jónsson til okkar og ætlar hann að miðla reynslu sinni og þeirri sýn sem hann hefur á hvað skal gera til að verða heimsins besti pabbi eða heimsins besta mamma.

Við mælum með að báðir foreldrar mæti á fundinn, því fyrirlesturinn á fullt erindi til bæði mömmu og pabba.

Þar sem salurinn okkar er frekar lítill og við gerum ráð fyrir góðri þátttöku verður fyrirlesturinn í sal Kópavogsskóla.

Hlökkum til að sjá ykkur öll.

Jólakveðja - 23.12.2014

Starfsfólk Heilsuleikskólans Urðarhóls óskar öllum börnum skólans og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við þökkum ánægulegt samstarf og samverustundir á árinu og vonum að nýja árið verði okkur öllum ánægjulegt.

Jóla og nýárskveðjur

Starfsfólk Heilsuleikskólans Urðarhóls.

Litlu jólin  - 17.12.2014

Í dag héldum við upp á litlu jólin. Sameiginleg söngstund var kl 9 og sungum við jólalög og tveir rauðir karlar komu í heimsókn og færðu börnunum mandarínur. Um hádegi var svo dansað í kringum jólatréð og komur þá jólasveinarnir aftur og gáfu börnunum jólagjarfir fá foreldrafélaginu.  Svo var boðið upp á jólamat og ísblóm í eftirrétt. Dagurinn í dag er svo sannarlega búin að vera skemmtilegur 

Aðventustund með foreldum  - 8.12.2014

Aðventustundir  með foreldum voru haldnar miðvikudaginn 3. desember og fimmtudaginn 4. desember. Foreldum var boðið að koma og mála piparkökur, svo var boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur. Viljum við þakka öllum kærlega fyrir komuna og vonum við að allir hafi notið þessarar stundar. 
 

Fréttasafn


Atburðir framundan

Dagur leikskólans 6.2.2015 - 8.2.2015

Föstudaginn 6. febrúar er Dagur leikskólans haldinn. Við munum gera okkur dagamun í tilefni dagsins. 

 

Fleiri atburðir