Sími 570 0490

Fréttir og tilkynningar

Öskurdagurinn - 18.2.2015

Í dag héldum við upp á öskudaginn. Allir mættu í náttfötum og þeir sem vildu fengu andlitsmálningu. Svo var farið inn í borðstofu og dansað að því búnu var "kötturinn sleginn úr tunnunni". með miklum tilþrifum. Tunnan var full af snakki sem krakkarnir fengu að gæða sér á. Í hádeginu var svo boðið upp á heimagerða pizzu. Dagurinn gekk í alla staði mjög vel og vonum við að börnin komi heim með góðar minningar af deginum.

Orðsporið 2015 - 9.2.2015

Kópavogsbær fékk Orðsporið 2015 fyrir aðgerðir til að fjölga leikskólakennurum á leikskólum bæjarins. Orðsporið eru hvatningarverðlaun sem veitt eru þeim sem þykir hafa skarað fram úr í að efla orðspor leikskólastarfs í landinu og hafa unnið ötullega í þágu leikskólastarfs og leikskólabarna. Auk Kópavogs fékk sveitarfélagið Ölfuss viðurkenningu. Óskum við Kópavogsbæ til hamingju með þessa viðurkenningu.

Dagur leikskólans - 9.2.2015

Dagur leikskólans var haldin föstudaginn 6.febrúar sl. Í tilefni af honum gerðum við margt skemmtilegt, flæði  var í skólanum þ.e. börnin fengu að fara um skólann og leika. Boðið var upp á margt skemmtilegt á öllum deildum, borðstofu, listaskála og íþróttasal. Einnig fórum við í vasaljósagöngu upp á Hálsatorg, þar sungum við nokkur lög og létum ljós okkar skína.


Þorrablót - 28.1.2015

Föstudaginn 23. janúar á bóndadaginn var haldið þorrablót. Boðið var upp á grjónagraut og þorramat. Margir komu í lopapeysum og stjórnendur klæddu sig upp í þjóðbúning, til minningar um Unni Stefánsdóttur fyrrum leikskólastjóra sem ávallt var í þjóðbúning á þessum degi.

Fyrirlestur fimmtudagin 22. janúar - 19.1.2015

Heimsins besta mamma og heimsins besti pabbi

 Mömmur og pabbar leggja allt sitt á vogaskálarnar að framtíð barna þeirra verði sem farsælust. Við foreldrar viljum börnunum okkar það besta, reynum að uppfylla þarfir þeirra og óskir. Lífið er ekki alltaf beinn og breiður vegur heldur eru oft hindranir í vegi okkar. Þá er mikilvægt að staldra við og vita hvert við stefnum og finna leiðina að settu marki.

Fimmtudagskvöldið 22. janúar kl 20  fáum við Hermann Jónsson til okkar og ætlar hann að miðla reynslu sinni og þeirri sýn sem hann hefur á hvað skal gera til að verða heimsins besti pabbi eða heimsins besta mamma.

Við mælum með að báðir foreldrar mæti á fundinn, því fyrirlesturinn á fullt erindi til bæði mömmu og pabba.

Þar sem salurinn okkar er frekar lítill og við gerum ráð fyrir góðri þátttöku verður fyrirlesturinn í sal Kópavogsskóla.

Hlökkum til að sjá ykkur öll.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Foreldraviðtöl 13.3.2015 - 14.3.2015

Föstudaginn 13. mars verða foreldraviðtöl í leikskólanum. Þennan dag er leikskólinn lokaður en boðið verður upp á leik í íþróttasal á meðan viðtölin fara fram.

 

Fleiri atburðir