Sími 570 0490

Fréttir og tilkynningar

Krakkahestar í heimsókn - 15.4.2014

Miðvikudaginn 9. apríl  komu Krakkahestar í heimsókn til okkar á Urðarhól. Öll börnin fengu að fara á hestbak og þau sem ekki vildu það fengu að klappa þeim. Börnin á Stubbaseli fóru í heimsókn á Skólatröð og fóru þar á hestbak þeim var svo boðið í mat. Allir skemmtu sér mjög vel og þökkum við foreldrafélaginu kærlega fyrir að bjóða okkur upp á þessa skemmtilegu heimsókn. Sjá myndir.

Öskudagurinn á Urðarhóli - 5.3.2014

Í dag héldum við upp á öskudaginn, allir mættu í náttfötum, dansað var inn í borðstofu, kötturinn sleginn úr tunnunni og allir fengu popp. Allir skemmtu sér vel. sjá myndir

Innritun í grunnskóla - 27.2.2014

Inn­ritun 6 ára barna (fædd 2008) fer fram í grunn­skólum Kópa­vogs mánudaginn 3. og þriðjudaginn 4. mars. Sjá vef skólanna. Sömu daga fer fram inn­ritun nemenda sem flytjast milli skóla­hverfa og þeirra sem flytja í Kópa­vog eða koma úr einka­skólum.

Dr. Gunni og Friðrik Dór - 24.2.2014

Fimmtudaginn 20. febrúar komu Dr. Gunni og Friðrik Dór í heimsókn og sungu nokkur skemmtileg lög, allir skemmtu sér mjög vel og tóku börnin sérstaklega vel undir þegar þeir félagar tóku Glaðast hund í heimi. Þessi skemmtun var í boðið foreldrafélagsins og þökkum við þeim kærlega fyrir sjá myndir 

Dagur leikskólans - 6.2.2014

Dagur leikskólans er í dag 6. febrúar, af því tilefni höfðum við opið flæði í morgun. Börnin mega þá fara um allan skólann og leika sér með ýmiskonar leikefni, í íþróttasal var boðið upp á leik með blöðrum, í listakála var málað, í borðstofu voru búnar til kókóskúlur og á deildum var boðið upp á kubbaleiki, tilraunir með ljós og skugga, búninga og margt fleira. Sjá myndir fleiri myndir verða svo settar inn á næstu dögum. Eftir hádegi verður svo farið um bæinn og sungið og trallað.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Sveitaferð 5.5.2014 - 6.5.2014

Mánudaginn 5. maí býður foreldrafélag Urðarhóls upp á sveitaferð. Farið verður að Bjarteyjarsandi og Hraðastaði. Börn fædd 2009-2010 fara á Bjarteyjarsand lagt verður af stað um kl 8:30 og áæltuð heimkoma er milli 13:00-14:00. Börn fædd 2011 fara á Hraðastaði lagt verður af stað um kl 9:00 og komið heim um kl 12:00.

Gert er ráð fyrir að foreldrar komi með barninu sínu í þessa ferð.  

 

Útskriftarferð í Viðey. 7.5.2014 - 8.5.2014

Miðvikudaginn 7. maí býður foreldrafélagið útskriftarhópnum okkar út í Viðey. Lagt verður af stað um 8:30 og komið heim á milli 15:00-16:00. Undanfarin ár hefur verið farið með útskrifarhópinn okkar út í Viðey og hefur þessi ferð ávallt verið mjög skemmtileg.

 

Skipulagsdagur 30.5.2014 - 31.5.2014

Síðasti skipulagsdagur á þessu skólaári verður 30. maí. Þennan dag er skólinn lokaður.  Kennarar vinna að endurmati skólaársins, undirbúning fyrir sumarstarfið og leggja línurnar fyrir næsta skólaár.

 

Sumarlokun 2014 17.7.2014 - 19.8.2014

Sumarlokun leikskólans verður frá fimmtudeginum 17. júli til þriðjudagsins 19. ágúst. 15. og 18. ágúst eru skipulagsdagar. Kennara Urðarhóls verða í námsferð 13. - 18. ágúst.

 

Fleiri atburðir