Sími 570 0490

Fréttir og tilkynningar

Skólatröð 20 ára - 1.9.2015

Í dag eru 20 ár síðan þetta hófst allt með opnun Skólatraðar og héldum við upp á daginn með því að elstu börnin af Urðarhól fóru í heimsókn í morgun á Skólatröð. Þar var sungið saman og leikið sér og einnig var okkur boðið upp á ávexti. Í hádeginu var svo boðið upp á pizzu og köku í síðdegishressingunni. Frábær dagur og innilega til hamingju með daginn Skólatröð.

Skóladagatal fyrir veturinn 2015-2016 - 28.8.2015

Skóladagatal fyrir veturinn 2015-2016 er komið inn á siðuna. Það má sjá hér

Breytingar í starfsmannahaldi - 17.8.2015

Ágústa Dröfn aðstoðarleikskólastjóri hefur óskað eftir því að fara í ársleyfi og við hennar starfi tekur Ásta Kristín Valgarðsdóttir, bjóðum við hana velkomna í hópinn.

Skipulagsdagar vetrarins - 11.8.2015

Skipulagsdagar vetrarins eru eftirfarandi:

Mánudaginn 24. ágúst

Fimmtudaginn 5. nóvember

Mánudaginn 4. janúar

Föstudaginn 11. mars

Þriðjudaginn 31. maí

Þessa daga er skólinn lokaður og kennarar vinna að skipulagningu starfsins og endurmenntun.

19. júni 2015 - 11.6.2015

Stofnanir Kópavogsbæjar loka frá klukkan 13:00 þann 19. júni í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.

Starfsmönnum gefst því kostur á að taka þátt í hátíðarhöldum. Biðjum við foreldra að sækja börn sín fyrir kl 13:00 þann dag.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Skipulagsdagur 5.11.2015 - 6.11.2015

Fimmtudaginn 5. nóvember verður skipulagsdagur í skólanum. Starfsfólk mun vinna að skipulagningu og endurmenntun. Þennan dag er skólinn lokaður.

 

Fleiri atburðir