Sími 570 0490

Fréttir og tilkynningar

Lesstund frá Kársnesskóla - 20.11.2015

Börn úr 4.bekk í Kársnesskóla komu til okkar á miðvikudaginn og lásu fyrir börnin. Skemmtileg hef sem hefur verið í tengslum við dag íslenskrar tungu sem var á mánudaginn. Þann dag vorum við með sameiginlega söngstund í salnum þar sem börnin tróðu upp, hver deild fyrir sig.

Leikskólinn okkar varð 15 ára á þriðjudaginn og var haldið upp á daginn hér með börnum og starfsfólki.


Starfsmannamál - 20.11.2015

Smá breytingar hafa orðið á starfsmannahópnum okkar.
Elsa af Stjörnuhól færði sig yfir á Skeljahól og fengum við í hennar stað hana Eddu Rannveigu, leiðbeinanda sem verður í 100% stöðu á Stjörnuhól. Edda er með reynslu af starfinu og bjóðum við hana velkomna í hópinn.
Einnig höfum við bætt við afleysinguna hjá okkur og fengum við hana Svövu til okkar en hún er með marga ára reynslu sem leiðbeinandi og bjóðum við hana einnig velkomna í hópinn.
Að lokum hefur hún Ágústa okkar komið aftur inn til að sinna sérkennslu. Frábær búbót fyrir okkur og velkomin aftur til okkar.

Starfsáætlun fyrir skólaárið 2015-2016 - 20.11.2015

Starfsáætlun fyrir skólaárið er komin út og hægt að nálgast hana hér

Vinir á Kársnesinu - 6.11.2015

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu og er þetta fimmta árið sem við tökum þátt í honum.

Við fórum í göngu í morgun ásamt nokkrum nemendum úr 10. bekk í Kársnesskóla um nærumhverfi Urðarhóls og söfnuðumst við saman ásamt öðrum skólum frá nesinu á Rútstúni. Þar voru sungin saman nokkur vinalög.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Leiksýning í Skólatröð 30.11.2015 14:00 - 14:40

Í dag kl. 14.00 fáum við leiksýningu í boði foreldrafélagsins á Skólatröð og ætlum við að bjóða einni deild frá Urðarhóli í heimsókn til okkar að sjá sýninguna.

Sýningin heitir Grýla og jólasveinarnir. Þar fer Þórdís Arnljótsdóttir í gervi íslensku jólasveinanna.

 

Leiksýning á Urðarhól 1.12.2015 14:00 - 14:40

Í dag kl. 14.00 fáum við leiksýningu í boði foreldrafélagsins á Urðarhól.

Sýningin heitir Grýla og jólasveinarnir. Þar fer Þórdís Arnljótsdóttir í gervi íslensku jólasveinanna.

 

Pipakökumálun í Skólatröð 9.12.2015 14:30

Í dag kl. 14.30 ætlum við að bjóða foreldrum á Skólatröð til okkar að eiga notalega stund við pipakökumálun með börnunum.

 

Pipakökumálun 10.12.2015 14:30 - 16:00

Í dag kl. 14.30 ætlum við að bjóða foreldrum til okkar að eiga notalega stund í pipakökumálun með börnunum.

 

Jólaball og hátíðarmatur 18.12.2015

Í dag ætluðum við að gera okkur glaðan dag. Jólaball og hátíðarmatur.

 

Fleiri atburðir