Sími 570 0490

Fréttir og tilkynningar

Sólmyrkvi - 23.3.2015

Mikið var um dýrðir í leikskólanum þegar sólmyrkvin átti sér stað. Elsti árgangurinn 2009 fengu að fylgjast sérstaklega með en hin voru inni og voru tvenni gleraugu inni á hverri deild svo þau gátu fylgst með út um gluggann. Við vorum svo heppin að foreldrar barna við skólann færðu okkar að gjöf gleraugu svo við gátum fylgst með þessu merkilega atburði. Þökkum við þeim kærlega fyrir. Börnin voru mjög áhugasöm yfir þessu. Þau fóru út í gegnum íþróttasalinn og skiptumst á að fara út með gleraugun, hin gátu fylgst með beini útsetningu af skjávarpa. Einnig var opið inn í listaskála þar sem þau gátu teiknað það sem fyrir augum bar.

Heimsókn frá Noregi - 20.3.2015

Í gær fimmtudag komu sex leikskólakennari frá Noregi í heimsókn til okkur, þær koma allar frá Sognefjorden sem er lengsti fjörður Noregs. Sigrún og Birna Bjarna tóku á móti og kynntu fyrir þeim Heilsustefnuna, þótti þeim gaman að fá að fylgjast með starfi inn á deildum og einnig kynnti Birte fyrir þeim dans- og tónlistastarf í skólanum. Okkur þykir alltaf gaman að taka á móti gestum og sýna þeim það góða starf sem unnið hér.

Leikskólanámskrár endurskoðaðar - 19.3.2015

Árganganámskrár leikskólanna í Kópavogi hafa verið endurskoðaðar og var ný útgáfa námskránna kynnt leikskólastjórum bæjarins í vikunni. Við sama tækifæri afhenti nefndin sem vann að endurskoðuninni bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, eintak af námskránum. Árganganámskrárnar lýsa starfi árganganna í leikskólum bæjarins.

Öskurdagurinn - 18.2.2015

Í dag héldum við upp á öskudaginn. Allir mættu í náttfötum og þeir sem vildu fengu andlitsmálningu. Svo var farið inn í borðstofu og dansað að því búnu var "kötturinn sleginn úr tunnunni". með miklum tilþrifum. Tunnan var full af snakki sem krakkarnir fengu að gæða sér á. Í hádeginu var svo boðið upp á heimagerða pizzu. Dagurinn gekk í alla staði mjög vel og vonum við að börnin komi heim með góðar minningar af deginum.

Orðsporið 2015 - 9.2.2015

Kópavogsbær fékk Orðsporið 2015 fyrir aðgerðir til að fjölga leikskólakennurum á leikskólum bæjarins. Orðsporið eru hvatningarverðlaun sem veitt eru þeim sem þykir hafa skarað fram úr í að efla orðspor leikskólastarfs í landinu og hafa unnið ötullega í þágu leikskólastarfs og leikskólabarna. Auk Kópavogs fékk sveitarfélagið Ölfuss viðurkenningu. Óskum við Kópavogsbæ til hamingju með þessa viðurkenningu.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Verkalýðsdagurinn 1.5.2015 - 2.5.2015

Leikskólinn lokaður

 

Sveitaferð 4.5.2015

Foreldrafélagið býður í sveitaferð mánudaginn 4 maí. Nánari upplýsingar liggja fyrir fljótlega.

 

Útskriftarferð 6.5.2015 - 7.5.2015

Okkar árlegar Viðeyjarferð með útskrftarhópinn okkar verður miðvikudaginn 6. maí. Nánari dagskrá verður auglýst fljótlega, þó er fyrirvari á ferðinni ef veður verður okkur ekki hagstætt.

 

Opið hús 11.5.2015 - 12.5.2015

Í tilefni af 60 ára afmæli Kópavogsbæjar verður opið hús hjá okkur mánudaginn 11. maí frá 8-10.

 

Uppstigningardagur 14.5.2015 - 15.5.2015

Leikskólinn lokaður

 

Fleiri atburðir