Sími    441 5000 - 840 2686 

Skuggar

Listaverk

Leikið með skugga

Leikur með ljós og liti

Leikið með skugga

Forsíðumynd 2

Forsíðumynd 1


Fréttir og tilkynningar

Leiksýning í boði foreldrafélagsins - 5.12.2016

Fimmtudaginn 1. desember bauð foreldrafélagið upp á leiksýninguna Skjóða og Langleggur. En þau systkin Skjóða og Langleggur eru Grýlu- og Leppalúðabörn. Þessi sýning var stór skemmtileg og skemmtu bæði börn og kennarar sér mjög vel. Þökkum við okkar frábæra foreldrafélagi kærlega fyrir og minnum á hversu mikilvægt það er að við skólann sé gott og öflugt foreldrastarf sem allir foreldrar taki þátt í.

Söngstund - 1.12.2016

Hún Birte okkar er búin að búa til skemmtilegt myndband af söngstundinni á degi íslenskrar tunguLestrarátak - 24.11.2016

Í tilefni að degi íslenskrar tungu var ákveðið að fara af stað með heimalestursátak á Urðarhóli. Foreldrar voru hvattir til að lesa fyrir börnin sín á hverjum degi í eina viku og fengu börnin bókamerki til að merkja við þegar lesið var. Á foreldrafundi í haust var samræðulestur kynntur fyrir foreldrum og fyrir lestrarátakið fengu foreldrar bækling um samræðulestur. Vonum við að foreldrar hafi notað þá aðferð við lestur í sambland við annan lestur. Foreldrafélagið gaf svo öllum börnum bók að gjöf fyrir þátttökuna. Þökkum við foreldrafélaginu kærlega fyrir þessa fallegu gjöf.


Dagur íslenskrar tungu og afmæli Urðarhóls - 18.11.2016

Mikið hefur verið að gera hjá okkur undanfarna daga en miðvikudaginn 16. október á Degi íslenskrar tungu héldum við söngstund, hver deild kom upp og söng fyrir okkur eitt dag. Mikið ofboðslega stóðu börnin  sig vel og sungu fallega fyrir okkur.

Fimmtudaginn 17. október á afmælisdegi Urðarhóls var svo flæði i leikskólanum börnin fengu  að fara um skólann og leika sér. Boðið var upp á margskonar vinnu. Elstu börnin á Skólatöð komu til okkar og voru með í flæðinu þau borðuðu svo hjá okkur og léku sér í holukubbum  

 

Vináttuganga - 9.11.2016

Gengið var gegn einelti í Kópavogi í dag, börnin voru búin að búa sér til græna vináttukórónu sem þau lögðu af stað með í gönguna. Krakkar út 10. bekk í Kársnesskóla komu og gengu með okkur hring i hverfinu og að Rútstúni. Allir leikskólar í vestubænum ásamt Kársnesskóla komu svo saman á Rútstún og sungu saman vinalög.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Jólastund 7.12.2016 - 8.12.2016

Miðvikudaginn 7. desember kl 14:30 verður jólastund með foreldrum á Skólatröð. Boðið verður upp á piparkökumálun og heitt súkkulaði.

 

Jólastund 8.12.2016 - 9.12.2016

Fimmtudaginn 8. desember kl 14:30 verður jólastund með foreldrum á Urðarhóli og Stubbaseli. Boðið verður upp á piparkökumálun og heitt súkkulaði.

 

Kirkjuferð 13.12.2016 - 14.12.2016

Þriðjudaginn 13 desember kl 10:00 förum við í heimsókn í Kópavogskirkju. Fáum við að heyra jólasögu og syngjum nokkur jólalög  

 

Jólaball 16.12.2016 - 17.12.2016

Föstudaginn 16. desember verður jólaball og jólamatur á Urðarhóli. Börnin dansa í kringum jólatré og fá skemmtilega heimsókn. í hádeginu verður boðið uppá jólamat.

 

Skipulagsdagur 18.1.2017 - 19.1.2017

Miðvikudaginn 18 janúar verður skipulagsdagur þennan dag er skólinn lokaður

 

Fleiri atburðir