Sími    441 5000 - 840 2686 

Deildir

Heilsuleikskólinn Urðarhóll

Heilsuleikskólinn Urðarhóll er starfræktur í þremur húsum.  Urðarhóll að Kópavogsbraut 19 og annað hús á sömu lóð er Stubbasel.  Þriðja húsið heitir Skólatröð og er við Skólatröð. 

Skólatröð var opnuð 1995 og er fyrir 26 börn, Stubbasel kom inn í reksturinn 1997 og er fyrir 19 börn og Urðarhóll opnaði árið 2000 fyrir 93 börn. Eldri húsin tvö Skólatröð og Stubbaseli eru með mörgum herbergjum, en Urðahóll er með stórum opnum sameiginlegum rýmum.