Sími    441 5000 - 840 2686 

Fréttir

Fyrirlestur fimmtudagin 22. janúar

19.1.2015

Heimsins besta mamma og heimsins besti pabbi

 

Mömmur og pabbar leggja allt sitt á vogaskálarnar að framtíð barna þeirra verði sem farsælust. Við foreldrar viljum börnunum okkar það besta, reynum að uppfylla þarfir þeirra og óskir. Lífið er ekki alltaf beinn og breiður vegur heldur eru oft hindranir í vegi okkar. Þá er mikilvægt að staldra við og vita hvert við stefnum og finna leiðina að settu marki.


Fimmtudagskvöldið 22. janúar kl 20  fáum við Hermann Jónsson til okkar og ætlar hann að miðla reynslu sinni og þeirri sýn sem hann hefur á hvað skal gera til að verða heimsins besti pabbi eða heimsins besta mamma.

 

Við mælum með að báðir foreldrar mæti á fundinn, því fyrirlesturinn á fullt erindi til bæði mömmu og pabba.

 

 

Þar sem salurinn okkar er frekar lítill og við gerum ráð fyrir góðri þátttöku verður fyrirlesturinn í sal Kópavogsskóla.

Hlökkum til að sjá ykkur öll.Þetta vefsvæði byggir á Eplica