Sími    441 5000 - 840 2686 

Fréttir

Urðarhóll tók þátt í keppni um besta tónlistarmyndbandið

8.2.2016

Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda í leikskóla stóðu fyrir keppni um besta tónlistarmyndbandið í tilefni af Degi leikskólans sem var 5. febrúar síðastliðinn.

Leikskólakennarar og annað starfsfólk leikskólanna var hvatt til að virkja sköpunarkraftinn og taka þátt í þessari skemmtilegu keppni. Markmið keppninnar var að vekja athygli á starfi leikskólanna með fjörlegum hætti. 

Í dómnefnd sátu landsþekktir listamenn, Snæbjörn Ragnarsson (Bibbi í Skálmöld), Saga Garðarsdóttir og Salka Sól. Veitt voru þrenn verðlaun; fyrir besta myndbandið,frumlegasta myndbandið og skemmtilegasta myndbandið. Bestu myndböndin voru sýnd í Bíó Paradís föstudaginn 5. febrúar.

Leikskólinn Álfaheiði var með besta myndbandið 

Leikskólinn Hlaðhamrar var með frumlegasta myndbandið

Leikskólinn Krummafótur á Grenivík var með skemmtilegasta myndbandið.


Heilsuleikskólinn Urðarhóll fékk sérstakt hrós fyrir góðan og fallegan boðskap en myndbandið okkar var tileinkað komu flottafólksins sem við tókum á móti í dag á Skólatröð. Myndbandið okkar er hér fyrir neðan.

Hér má sjá myndbandið
Þetta vefsvæði byggir á Eplica