Sími    441 5000 - 840 2686 

Fréttir

Sveitaferð á mánudaginn

18.5.2016

Hin árlega sveitaferð okkar verður mánudaginn 23. maí. Þetta árið fara allir nema elsti árgangurinn að Grjóteyri í Kjós.

Lagt verður af stað frá Urðarhóli/Skólatröð kl 09.15
Við höfum Grjóteyri fyrir okkur frá kl 10.00 og megum í raun vera þar, þar til kl 14.00.
Stefnt er að því að borða grillaðar pylsur kl. 11:30.

Rúturnar leggja af stað frá Grjóteyri kl 12:30.

Vinsamlegast skráið ykkur í ferðina sem fyrst. 

Starfsfólk mætir aftur á Urðarhól um leið og rútur mæta tilbaka og því er ekki hægt að skila börnum af sér fyrr en rúturnar koma tilbaka.
Sumum gæti hentað að mæta á einkabíl en öðrum í rútu. Hafa ber þó í huga að það gildir að ferðin heim er eins og þú komst. 

Tekið verður á móti peningum í rútunum en einnig er hægt að millifæra inn á reikning foreldrafélagsins. Póstur hefur verið sendur á foreldra til að skrá sig. 

Greiða þarf 1000 krónur rútufargjald fyrir hvern fullorðinn.Þetta vefsvæði byggir á Eplica