Sími    441 5000 - 840 2686 

Fréttir

Klifurveggur

19.5.2017

Á afmælisdegi Kópavogsbæjar, 11. maí, var glæsilegur klifurveggur vígður í Heilsuleikskólanum Urðarhóli. Hugmyndina átti íþróttakennari skólans, Íris Ósk Kjartansdóttir, og er hann skreyttur myndum sem Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir (Imma) , kennari við skólann, málaði myndirnar á veggnum sem  tengjast söngvum, sögum og ævintýrum sem börnin þekkja. Má þar nefna álfadrottninguna, geiturnar þrjár, krummi í klettagjá, fiskarnir Gunnar og Geir, Rauðhöfði og Skotta úr ömmu og draugunum.

Leikskólinn fékk YAP viðurkenningu Special Olympics á Íslandi vegna hreyfiþjálfunar ungra barna frá 2 ja ára aldri með möguleg frávik á hreyfiþroska. YAP hreyfiþjálfun hentar öllum börnum og svipar til þess sem Heilsustefna Unnar Stefánsdóttur leggur upp með þ.e. að auka samhæfingu, jafnvægi, kraft og þor.  Þetta vefsvæði byggir á Eplica