Sími    441 5000 - 840 2686 

Fréttir

Jólastrætó 

14.12.2017

Strætó bauð Urðarhóli að taka þátt í að styrkja Mæðrastyrksnefnd með gjöfum frá börnunum. Pakkarnir voru sendir í nafni leikskólans og sá jólastrætói um að flytja gjafirnar til Mæðrastyrksnefndar.

 

Foreldrafélag Urðarhóls lagði 60.000 kr í verkefnið í stað jólaleiksýningar og fellur þetta verkefni vel að verkefninu með Blæ á vegum Barnaheilla.  Börnin fóru með kennurum deilda og keyptu gjafir auk þess sem umræða var tekin um málefnið.

 

Skjóða og Langleggur sækja gjafirnar

Skjóða og Langleggur mættu svo í leikskólann í jólastrætóinum og skemmta börnunum í 15-20 mín. Heimsóknin endaði síðan á því að Skjóða og Langleggur tóku við gjöfunum frá krökkunum og fóru með þær um borð í jólastrætóinn.

 

Þetta verkefni gekk mjög vel og börnin voru mjög ánægð og stolt þegar þau afhentu pakkana.

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica