Grænahæna liggur á eggjum

Í gær kom Ragnar hænsnabóndi færandi hendi með frjóvguð hænuegg og ætlum við að leyfa Grænuhænu að liggja á og sjá hvort ekki komi ungar úr eggjunum. Til að leyfa öllum að fylgjast með erum við búin að setja upp vefmyndavél svo hægt sé að fylgjast með ferlinu. Það tekur ca 21 dag þar til ungarnir koma úr eggjunum. Þeir verða hjá okkur í einhvern tíma en fara svo aftur heim í sveitina því ekki mega vera fleiri en 6 hænur á Urðarhóli.
Hér er slóðin