Komnir ungar

Það er gleðilegt að segja frá því að við erum komin með fjóra spræka unga og er Græna hæna dugleg að hugsa um þá. Þið getið fylgst með á steyminu.
Á morgun eru Birna Bjarna og Sigrún boðaðar sem fulltrúar verkefnisins Sjálfbærni og minni matarsóun til að taka á móti viðurkenningu þar sem verkefnið var tilnefnt til foreldraverðlauna Heimili og skóla. Spennandi dagur á morgun.