Stubbasel lokað í dag vegna fjarveru

Heil og sæl kæru foreldrar
Vegna veikinda starfsfólks þurfum við að takmarka skólastarf og munum við loka Stubbaseli í dag þ.e. 19 börn. Ef þessi staða verður eins á morgun verður Stubbasel opið á morgun og annarri deild lokað til að skerðingin dreifist sem best yfir hópinn. Okkur finnst afar leitt að þurfa loka deild en töluverð fjarvera hefur verið í haust og erfitt að brúa dagana. Í dag eru of margir frá til að halda uppi óskertu skólastarfi. Við erum þakklát fyrir það að ekki er um COVID að ræða heldur haust flensa.
Takk fyrir skilning og jákvæð viðbrögð.
Kær kveðja stjórnendur.