Opið hús

Mikið var gaman að geta boðið foreldrum á opið hús í gær 5. maí. Það var mikil eftirvænting og spenna að geta loksins boðið foreldrum í heimsókn til okkar og sýna þeim afrekstur af starfi vetrarins og fá innsýn inn í þau verkefni sem börnin eru að vinna að á hverjum degi. Þökkum við foreldrum fyrir frábæra þátttöku og þann tíma sem þau gáfu sér og börnum sínum til að skoða og taka þátt í skólastarfinu. Traust og góð samvinna á milli heimili og skóla er mikilvæg í góðu skólastarfi.
Fréttamynd - Opið hús Fréttamynd - Opið hús Fréttamynd - Opið hús Fréttamynd - Opið hús Fréttamynd - Opið hús Fréttamynd - Opið hús Fréttamynd - Opið hús Fréttamynd - Opið hús Fréttamynd - Opið hús

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn