Foreldrafundur 9. nóvember 2022

Góð þátttaka var á foreldrafundi Heilsuleikskólans Urðarhóls. VIð þökkum foreldrum fyrir málefnalegar umræður, jákvæðni og samheldni sem glöggt mátti finna.

Fundurinn byrjaði með fræðsluerindi frá Helenu og Rakel sem eru stofnendur foreldrafræðsla.is. Í erindi sínu komu þær inn á mikilvægi góðrar tengslamyndunar foreldra og barna. Hversu mikilvægt er að vera góður hlustandi og að eiga innihaldsrík samskipti við börnin. Það skapar traust og öryggi hjá börnum og fullorðnum. Einnig komu þær inná hve mikilvægt er að setja börnum mörk á uppbyggilegan og vingjarnlegan hátt. Þær hvöttu okkur fullorðna fólkið líka til að skoða eigin viðhorf og aðferðir í uppeldinu. Hvað er sem virkar og hversvegna bregðumst við við á þann hátt sem við gerum. Oft er það fyrri reynsla og uppeldi sem notum í okkar viðbrögðum frekar en að ígrunda og nýta uppbyggilegar aðferðir.

Foreldrafélagið fór yfir rekstrarreikning og starfið á síðasta skólaári. Farið var yfir þá viðburði og verkefni sem eru á næstunni og kostið var í stjórn foreldrfélagsins 2022 - 2023. Netfang foreldrafélagsins er urdarhollforeldrafelag@gmail.com
Hrafnhildur Hermannsdóttir, tengiliður Skeljahóls og Stubbasels
Ingibjörg Ester Ármannsdóttir tengiliður Skólatraðar
Hrönn Ágústsdóttir tengiliður Skólatraðar
Kristín Gunnarsdóttir tengiluður Stubbasels
Karen Kristine Pye tengiliður Sjávarhóls
Erna Frímannsdóttir, tengiliður Sunnuhóls og Sjávarhóls
Hildur Hlíf Sigurkarlsdóttir, tengiliður Sjávarhóls og Skeljahóli
Margrét Valmundsdóttir, tengiliður Stubbasels
Vera Líndal Guðnadóttir, tengilður Skýjahóls og Skeljahóls
Ragnheiður Júlía Ragnarsdóttir, tengiliður Skýjahóls og Sjávarhóls
Ágústa Kristleifsdóttir, tengiliður Heilsuleikskólans Urðarhóls

Foreldraráðið vantaði liðsauka frá nokkrum deildum og var brugðist fljótt við því. Kosið var í foreldraráð leikskólans 2022 - 2023

Herdís Guðmundsdóttir - tengiliður Skýjahóll
Anna Klara Georgsdóttir - tengiliður Skólatraðar
Theodór Dreki Árnason, tengiliður  Skýjahóls og Sunnuhóls
Rut Guðmundsdóttir tengiliður Skeljahóli og Stubbasel
Venný Hönnudóttir, tengiliður Skeljahóls
Birna Hrund Jónsdóttir, tengiliður Stjörnuhóls

Um kl 19:00 var farið inn á deildir þar sem starfsfólk og vetrarstarfið var kynnt. Auk þess sköpuðust góðar umræður um leikskólalífið.

Við þökkum fyrir góða kvöldstund og erum þakklát fyrir að geta byrjað aftur á að koma saman til að kynnast og spjalla sama.