Krakkakúnst
Vefsíðan er gagnabanki verkefna og kennslugangna fyrir kennara, foreldra og aðra sem starfa með börnum á leikskólaaldri til að nýta í skóla og heima. Verkefnið hlaut styrk frá þróunarsjóði leikskóla Kópavogs. Við munum leggja megin áherslu á málþroska og læsi fyrst um sinn en hugmyndin er að síðar meir komi fleiri undir flokkar eins og hreyfing, næring, sjálfbærni og fleira.
Formaður leikskólanefndar Matthías Imsland kom og opnaði vefsíðuna krakkakunst.com formlega í viðurvist barna, foreldra og kennara þann 7. desember sl. Hátíðin byrjaði með brekkusöng úti í garði ásamt því að allir foreldrar fóru inn á síðuna í símanum sínum. Að því loknu fóru börn, foreldrar og kennarar að skreyta piparkökur, gæða sér á heitu súkkulaði og kleinum.