Eftir gott frí í sveitinni komu hænurnar aftur heim í seinustu viku. Ákveðið var að halda smá "hænupartý" og syngja fyrir þær nokkur vel valin lög og spilaði Inga undir á gítarinn. Þegar þær komu upp úr kössunum fóru þær beina leið upp í brekkuna að borða gras eins og að þær hefðu aldrei farið. Eins og sést á myndunum var mikill spenningur að fá þær aftur heim.