Piparkökukaffi
5. desember síðastliðin var piparkökukaffi hér á Urðarhóli. Þá buðu börnin foreldrum, systkinum, ömmum eða öfum í leikskólann. Inná deildum máluðum við piparkökur. Útí garði ómuðu jólalög og það var kveikt uppí varðeld í eldstæðinu okkar í tilefni dagsins. Kaffið er ávalt afskaplega jólaleg stund og þökkum við öllum þeim sem komu kærlega fyrir komuna.