Jólaball

12 desember var jólaball hjá okkur á Urðarhóli. Við byrjuðum á því að hittast við hátíðlega stund inní sal þar sem allur leikskólinn söng saman nokkur vel valin jólalög. Þegar við vorum að syngja lagið um Grýlu komu tveir galvaskir jólasveinar í heimsókn til okkar. Þeir sprelluðu og spjölluðu við börnin í dágóðan tíma og enduðu á að gefa öllum börnunum litla gjöf með tannbursta, tannkremi og litabók.

Að því loknu komu yngri deildar saman og héldu jólaball þar sem dansað var í kringum jólatréið áður en þau fóru að borða jólamatinn.
Rétt fyrir 12 komu svo saman Sjávarhóll, Skýjahóll og Sunnuhóll og dönsuðu saman í kringum jólatréið. Stubbasel dansaði svo hátíðlega á Stubbaseli.

Dagurinn var vel lukkaður í alla staði og börnin glöð og sæl.
Fréttamynd - Jólaball Fréttamynd - Jólaball

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn