Skógarhóll á opnun Gróðurhúsi Latabæjar.

Börnin á Skógarhóli tóku þátt í skemmtilegum og lærdómsríkum viðburði þegar þau voru boðin til að opna glænýtt gróðurhús sem Latibær stendur fyrir. Viðburðurinn fór fram með pomp og prakt þar sem bæði Íþróttaálfurinn og Björn forsetamaki tóku á móti gestum – auk þess sem fjölmiðlar voru á staðnum og fylgdust spenntir með.
Börnin fengu að versla sér ávexti og fengu plakat að gjöf. Þau voru áhugasöm og glöð að fá að taka þátt í verkefninu sem fellur vel að áherslum Urðarhóls um heilsueflandi skólastarf. Okkur þykir þetta styrkja okkur sérstaklega í okkar sýn á ávaxta og grænmetis morgunmáltíðinni hjá okkur. Íþróttaálfinum fannst allavega mikið til þess koma að börnin á Urðarhóli fái ávexti og grænmeti í ríflegu magni á hverjum morgni.
Við í Urðarhóli erum afar ánægð með að fá að vera hluti af þessu verkefni sem styður við okkar heilsustefnu með virkum og skemmtilegum hætti.