Piparkökukaffi
Miðvikudaginn 10 desember buðum við foreldrum í piparkökukaffi hér í Urðarhóli. Stemningin var einstaklega hlýleg og jólaleg. Piparkökulyktin fyllti húsið og jólatónar settu skemmtilegan svip á samveruna.
Við nutum þess að eiga góða stund saman, spjalla og njóta veitinga. Úti var kveikt á eldstæði sem skapaði dásamlega jólalykt og bætti enn við notalega stemningu.
Við þökkum öllum foreldrum sem gátu komið og gerðu daginn að svona fallegri upplifun. Það er alltaf ánægjulegt að þegar húsið fyllist af fólki.

