Hænurnar farnar að verpa

Þau gleðitíðindi voru í morgun að þegar farið var út í hænsnakofa til að opna fyrir hænunum voru þrjú egg í hillunni. Þetta vakti að sjálfsögðu mikla lukku. Sá háttur verður á að hver deild gætir að hænunum í eina viku í senn þ.e. miðvikudag til þriðjudags og verður Stubbasel með fyrstu eggjavikuna þ.e. Stubbasel tínir eggin þessa vikuna og finnur svo sameiginlega út úr því hvað skal gera við eggin. Svo tekur næsta deild við koll af kolli.