Á Urðarhóli er starfandi íþróttakennari og öll börn fara í íþróttir einu sinni í viku.
Júlía Línberg er starfandi íþróttakennari á Urðarhóli. Hún er með langan bakgrunn í fimleikum og hefur um árabil þjálfað börn í fimleikum.
Í markvissri hreyfiþjálfun eflist alhliða þroski barnsins. Barnið öðlast betri líkamsvitund og góð líkamleg færni leiðir af sér ánægðara barn. Sjálfsöruggt og ánægt barna á auðveldara með að leika sér, og tileinka sér þekkingu. Markviss hreyfiþjálfun hefur einnig áhrif á málþroska og málskilning barna og þar með eykst félagsfærni og leikgleði sem eflir vináttubönd.
- auka vitneskju um líkamann
- styrkja sjálfsmynd
- stuðla að betri hreyfifærni
- auðvelda samskipti
- læra hugtök
Misjafnar eru áherslur eftir aldri barnanna en megináherslu er þá ávalt á að auka hreyfiþroska.
Í yngsta árgangnum er áhersla á að kynnast salnum og einfaldlega læra hvernig íþróttatímar ganga fyrir sig.
Þriggja og fjögra ára börnin læra létta leiki og fara eftir flóknari fyrirmælum.
Elsti árgangur lærir leiki með flóknari fyrirmælum og samvinnu.