Lubbi finnur málbein

Á Urðarhóli er unnið með bókina Lubbi finnur málbein.Hugmyndasmiðirnir á bak við Lubba, Þóra Másdóttir og Eyrún Ísfold Gísladóttir, talmeinafræðingar sem hafa áralanga reynslu af talþjálfun barna. Námsefnið býður upp á nýja framsetningu á íslensku málhljóðunum og leggur góðan grunn að lestrarnámi auk þess sem það stuðlar að betri orðaforða og ýtir undir skýrari framburð.

Hugmyndafræðin á bak við Lubba er sú að hafa hljóðanám í þrívídd. Þar eru sex atriði í hávegum höfð. Þau eru í fyrsta lagi samþætting skynleiða. Það er sjón-,heyrnar- og hreyfi-/snertiskyns. Í öðru lagi er áhersla lögð á að draga upp hljóð- og hreyfimyndir sem auðveldar börnunum að festa í minni námsefnið. Í þriðja lagi er það að hvert málhljóð á sér táknræna hreyfingu sem undirstrikar sérstöðu þess. Í fjórða lagi er lögð áhersla á tengingar á upplifun og reynsluheim barnsins, athafnir, tilfinningar og líðan þess. Í fimmta lagi eiga börn auðvelt að læra í gegnum söng og á því hvert málhljóð sína vísu. Í sjötta og síðasta lagi er lögð áhersla á tengsl milli málhljóðs og bókstafs. En það er undirstaða lestrarnáms. 

Hljóðaklettar Lubba gefa einnig góða vísbendingu um hvort barn fylgi dæmigerðri framvindu í tileinkun málhljóðanna.