Árið 2020 gaf Urðarhóll út handbók um snemmtæka íhlutun. Handbókin var hluti af stærra verkefni þar sem leikskólum í Kópavogi var boðið að útbúa slíka handbók.
Markmið verkefnisins sneri að því að gera alla verkferla sem snúa að snemmtækri íhlutun skýra ásamt því að skilgreina hlutverk starfsfólks, stuðla að betri og markvissari nýtingu á málörvunarefni með skipulagðri flokkun og skoða uppbyggingu málörvunarstunda. Einnig var markmiðið með verkefninu að skerpa á því leiðandi hlutverki sem leikskólar hafa þegar kemur að snemmtækri íhlutun barna með málþroskaraskanir.
Hér er hægt að nálgast handbókina : Handbók snemmtæk íhlutun
Hér fyrir neðan er kynningarmyndband um þróunarverkefnið.
Hér e